Eftirfarandi tilkynning barst frá körfuknattleiksdeild Hauka nú fyrr í kvöld.
Afsögn stjórnarmanna kkd Hauka:
Undirritaðir hafa ákveðið að láta af ábyrgðarstörfum fyrir kkd Hauka vegna umdeildrar ákvörðunar stjórnar, sem við stóðum að, um að ráða Ágúst Björgvinsson sem þjálfara við deildina næsta vetur.
Ágúst hefur átt undir högg að sækja síðastliðnar vikur vegna uppsagnar KKÍ á samningi við hann sem landsliðsþjálfara. Við fórum yfir ástæður þeirrar uppsagnar og komumst að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekkert með störf hans hjá Haukum að gera í nútíð eða framtíð. Það var líka fenginn óháður aðili til að fara yfir málavöxtu sem gerði ekki athugasemd við okkar niðurstöðu.
Við finnum á samtölum, tölvupóstum og skorti á samtölum að óánægjan innan deildarinnar er víðtækari en bara þessi ráðning og snýr þá helst að okkar störfum. Við teljum því heillavænlegast fyrir deildina að víkja fyrir nýju fólki.
Samningurinn við Ágúst hefur ekki verið undirritaður þannig að ný stjórn kemur að hreinu borði hvað það varðar. Að öðru leiti hvetjum við sem flesta til að mæta á aðalfund kkd Hauka sem aðalstjórn Hauka mun boða.
Óskum væntanlegri stjórn alls hins besta og sjáumst á áhorfendapöllunum næsta vetur.
Sverrir Hjörleifsson, form.
Hálfdan Þórir Markússon, varaform.
Brynjar Indriðason, meðstjórnandi.
Gunnar Hauksson, meðstjórnandi.
Steingrímur Björnsson, meðstjórnandi.