Á morgun, laugardag mætast Haukar og Valur í þriðja leiknum um Íslandsmeistaratitilinn en staðan í einvíginu er 1-1. Haukar sigruðu fyrsta leikinn á Ásvöllum nokkuð örugglega en Valsmenn sigruðu síðan annan leikinn í framlengingu síðastliðinn miðvikudag.
Leikurinn fer fram á Ásvöllum og hefst leikurinn kl. 16:00 en húsið opnar um þremur korterum fyrir leik.
Einar Örn Jónsson kemur inn í hópinn hjá Haukum að ný eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik. Mikil barátta hefur einkennt einvígið á milli þessara liða og má ekki búast við öðru en að það haldi áfram á morgun og lítið sem ekkert verið gefið eftir.
Að sjálfsögðu ætla allt Haukafólk að fjölmenna á Ásvöllum á morgun og gera laugardaginn 2.maí að Haukadegi. Mætum og skemmtum okkur í rauðu.