Pistill: Freyr Brynjarsson

Handboltatímabilið er lokið með glæsilegum endi, en Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn síðastliðinn þriðjudag. 

Freyr Brynjarsson sem spilaði lykilhlutverk í vörn Hauka í allan vetur og spilaði líklega hvað mest allra leikmanna Hauka varð 32ja ára einmitt síðasta þriðjudag og var þetta því enn skemmtilegra fyrir hann, enda verður maður ekki Íslandsmeistari á hverjum degi á afmælisdeginum sínum.

Í dag ætlar hann að birta einn stuttan og góðan pistill um tímabilið sem var að enda frá hans sjónarhorni.

Gefum Frey orðið:

Góðan daginn kæru Haukamenn

Þessi vetur er náttúrulega búin að vera magnaður. Hjá mér persónulega hef ég líklega átt mitt besta tímabil. Einnig átti ég mjög gott tímabil árið áður. Munurinn á milli þessara ára er sá að í ár hafði ég meira og stærra hlutverk þegar kom að varnaleiknum. Í fyrra spiluðum við 6-0 vörn en í ár var aðalvörnin hjá okkur 5-1 / 3-2-1 með mig fremstan. 

Tímabilið byrjaði vel hjá okkur en við unnum Val í meistarar meistarana. Í deildinni byrjuðum við einnig vel og unnum fyrstu 2 leikina en svo hófum við leik í meistaradeildinni og þá duttum við niður í deildinni. Við töpuðum 4 leikjum af næstu 5. Þetta voru einu leikirnir  sem við töpuðum í deildinni. Í þessum sama mánuði duttum við út gegn FH í bikarnum og það verður að teljast vera svartasti bletturinn í vetur. Þó má ekki gleyma að  á meðan þessu stóð í deildinni þá vorum við að gera frábæra hluti í meistaradeild Evrópu. Höfðum unnið  Zaporochya og Veszprém hér heima og staðið vel í Flensborg á þeirra heimavelli. En eftir að hafa tapað í bikarnum þá settumst við niður og ræddum framhaldið. Við settum okkur ný markmið og við þjöppuðum okkur sama sem lið með GILDIN okkar að vopni. Árangurinn af því skilaði sér svo um munar og við tókum Íslandsmótið með troppi eftir  áramót en við töpuðum ekki leik í deildinni og vorum klárlega vel að þeim titli komnir.

Gildi liðsins í ár voru: Metnaður, Baráttugleði, Góður liðsandi og  Sigurhugsun.

Í úrslitakeppninni byrjuðum við illa og vorum skelltir niður á jörðina þegar við töpuðum fyrsta leiknum gegn Fram. Við vorum staðráðnir í að gera betur og eftir að hafa verið undir 12-8 í hálfleik á leik 2 gáfum við í og litum ekki til baka. Framarar áttu svo ekki möguleika í leik 3 en þar gengu við frá þeim án nokkurar fyrirhafnar. Í úrslitum við Val vorum við fyrirfram sigurstranglegri og sýndum við það í fyrsta leik sem vannst nokkuð örugglega. Í öðrum leik létum við brotið á Sigga Eggerst hafa áhrif á okkur og komum við passívir til leiks á meðan Valsmenn spiluðu fasta vörn eins og við erum vanir  að spila. Leikurinn fór í framlengingu en Valsmenn unnu svo örugglega í framlengingunni. Þegar að 3 leik kom þá ákváðum við að láta þetta brot hjá Kára ekki trufla okkur. Einnig hjálpaði það okkur að Fúsi missti sig aðeins með ummælum í blöðunum. Þessi leikur var okkar eign og áttu þeir aldrei möguleika. Nú var komið  að 4 leik í Valsheimilinu en þar höfðu Valsmenn ekki tapað í allan vetur. Valsmenn töluðu mikið um 5 leikinn og okkur fannst að þeir gerðu bara ráð fyrir að vinna leik 4. Við ætluðum svo sannalega að sýna fram á annað og mættum við mjög einbeittir til leiks og fögnuðum Íslandsmeistaratitlinum að Hlíðarenda. Eftir það forum við með bestu stuðningsmönnum landsins upp á Ásvelli og fögnuðum frábæru tímabili fram eftir nóttu. Næst á dagskrá hjá okkur í meistaraflokknum er HSÍ hófið  á laugardaginn 9.maí, lokahóf Hauka 15.maí og svo óvissuferð daginn eftir.

Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem mættu og studdu okkur áfram í gegnum þetta frábæra tímabil.

Kv. Freyr Brynjarsson

Áfram Haukar.