Fyrsti leikurinn í Íslandsmótinu á morgun. Leiknir – Haukar

Fyrsta umferðin í 1.deild karla hófst í dag með fjórum leikjum. Umferðin lýkur svo á morgun með tveimur leikjum. Annar þeirra er leikur Hauka og Leiknis sem fram fer á Leiknisvelli í Breiðholtinu. Sá leikur hefst klukkan 20:00.

Búist er við mjög spennandi leik á Leiknisvellinum á morgun en bæði Leiknir og Haukar hafa verið spáð svipuðu gengi í 1.deildinni í sumar. Á fótboltasíðunni fótbolti.net er Leiknismönnum spáð 9.sæti en Haukar 6.sætinu.

Í fyrra unnu Haukar 3-2 sigur á Leiknisvellinum eftir að hafa verið 3-0 yfir. Denis Curic gerði tvö mörk og Ásgeir Þór Ingólfsson gerði síðan eitt mark. Leiknismenn unnu hinsvegar seinni leikinn gegn Haukum á Ásvöllum 1-0.

Bæði leikmenn Hauka og Leiknis hafa verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Hjá Haukum hafa þeir Andri Janusson, Hilmar Trausti Arnarsson, Hilmar Rafn Emilsson, Ísak Örn Einarsson og Kristinn Garðarsson verið að glíma við meiðsli að undanförnu sem og að Hilmar Geir Eiðsson hefur verið smávegis veikur. Hilmarnir þrír ættu þó að vera leikhæfir á morgun.

Hjá Leikni hefur Brynjar Óli Guðmundsson og Kári Einarsson hafa verið meiddir og munu líklega ekki spila á morgun.

Hjá Haukum er aldrei að vita nema að nýir leikmenn munu láta sjá sig en Stefán Daníel Jónsson (Stjarnan) og Árni Henry Gunnarsson (ÍH) fengu félagsskipi til Hauka í síðustu viku en þeir hafa spilað og æft með Haukum núna í nokkurn tíma en Stefán skoraði til að mynda í síðasta æfingaleik Hauka gegn Grindavík. Pétur Ásbjörn Sæmundsson hefur einnig verið að æfa með liðinu en hann hefur undanfarin ár verið að spila með 2.flokki FH, hann hefur hinsvegar ekki enn fengið félagsskipti og því ekki víst hvort að hann verði löglegur með Haukum á morgun.

Undirritaður er ekki alveg klár á því hvort leikurinn fari fram á gervigrasinu hjá Leiknisvellinum eða á sjálfum grasvellinum. En það er samt öruggt að völlurinn mun vera vel blautur enda hefur ringt nokkuð í dag og mun vera framhald á því á morgun. Það má því búast við fjörugum leik.

Við hvetjum því alla til að fjölmenna í Ghettó-ið á morgun og hvetja strákana áfram.

Leiknir Reykjavík – Haukar
Mánudagurinn 11.maí
Leiknisvellinum í Efra-Breiðholti
20:00