Í gærkvöldi tóku Haukar á móti Þór í 1.deild karla en þetta var síðasti leikur beggja liða í fyrri umferðinni. Haukar sátu í 2.sæti deildarinnar með 20 stig en Þórsarar voru í því 10. með 9 stig.
Þórsarar byrjuðu betur og Einar Sigþórsson kom þeim yfir strax á 12.mínútu, þeir bættu síðan við marki um miðjan seinni hálfleik en þar var að verki Ármann Pétur Ævarsson.
Átta mínútum fyrir leikslok minnkaði Hilmar Geir Eiðsson svo muninn fyrir Hauka en lengra komust Haukar því ekki og þriðja tap Haukar í sumar því staðreynd.
Hægt er að lesa ítarlegri umfjöllun um leikinn frá Fótbolti.net hér.
Langt og innihalds mikið viðtal við Andra Marteinsson þjálfara Hauka er hægt að lesa hér.
Og stutt og laggott viðtal við Lárus Orra Sigurðsson þjálfara Þórs má lesa hér.
Næsti leikur Hauka er næstkomandi föstudag á heimavelli en þá taka Haukar á móti Leikni sá leikur hefst klukkan 20:00, áhorfendafjöldinn í gær var ekki upp á marga fiska og því hvetjum við alla til að mæta á föstudaginn en Haukarnir unnu Leikni í 1.umferðinni 3-1 í Egilshöllinni og á góðum degi ættu þeir að vinna Leikni.
Áfram Haukar!
Mynd: Haukar að fara skjóta að marki Þórsara í leiknum í gær úr aukaspyrnu. Boltinn fór í varnarmann – stefan@haukar.is