Arnar Daði Arnarsson, leikmaður 3. flokks karla í handbolta, er á leið með U17 ára landsliði Íslands á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Tampere í Finnlandi.
Ísland er í riðli með Noregi, Króatíu og Finnlandi en fyrsti leikur strákanna er á mánudag gegn Norðmönnum.
Um 40 keppendur fara á leikana frá Íslandi en einnig keppir Ísland í júdó, fimleikum, frjálsum, sundi og tennis.
Heimasíðan óskar Arnari velfarnaðar í för sinni.