Hilmar Geir Eiðsson, leikmaður Hauka, er í úrvalsliði umferða 1.-11. hjá vefsíðunni Fótbolti.net. Er hann þar sem einn af þremur framherjum.
Hilmar Geir hefur verið sjóðandi með liði Hauka en hann hefur skorað 5 mörk í deildinni það sem af er sumri.
Hann setti m.a. þrumufleyg gegn Leikni í síðasta leik.
Lið Hauka er í 2. sæti 1. deildar þrátt fyrir að hafa aðeins fengið tvö stig úr síðustu þremur leikjum en næsti leikur Hauka er á föstudag gegn Fjarðarbyggð á Eskifjarðarvelli.
Mynd: Hilmar Geir Eiðsson er í úrvalsliði 1.-11. umferðar á www.Fótbolti.net – stefan@haukar.is