19 ára landslið Íslands í handbolta hélt til Túnis í gær til að taka þátt í heimsmeistarakeppni U19 ára sem fer fram þar í landi. Fyrsti leikur liðsins er í dag gegn Púertó Ríkó
Fjórir Haukastrákar eru í liðinu en það eru þeir Guðmundur Árni Ólafsson, Heimir Óli Heimisson, Stefán Sigurmannsson og Tjörvi Þorgeirsson.
Ísland er þar í riðli með Frakklandi, Svíþjóð, Puertó Ríkó og Brasilíu.
Hópurinn sem heldur að utan er eftirfarandi:
Markmenn:
Arnór Stefánsson, ÍR
Kristófer Guðmundsson, Aftureldingu
Svavar Ólafsson , Stjarnan
Aðrir leikmenn:
Aron Pálmarsson, Kiel
Benedikt Reynir Kristinsson, FH
Guðmundur Árni Ólafsson, Haukar
Halldór Guðjónsson, FH
Heimir Óli Heimisson, Haukar
Oddur Grétarsson, Þór
Ólafur Guðmundsson, FH
Örn Ingi Bjarkason, FH
Ragnar Jóhannsson, Selfoss
Róbert Aron Hostert, Fram
Stefán Sigurmannsson, Haukar
Þorgrímur Ólafsson, IR
Tjörvi Þorgeirsson, Haukar
Þjálfarar eru þeir Einar Guðmundsson og Einar Andri Einarsson.
Leikjaplan liðsins er eftirfarandi:
Mánudagur 20.júlí
18:00 Ísland – Puertó Ríkó
Þriðjudagur 21.júlí
20:00 Frakkland – Ísland
Fimmtudagur 23.júlí
18:00 Ísland – Brasilía
Laugardagur 25.júlí
18:00 Svíþjóð – Ísland
8-liða úrslit og leikur um sæti hefjast síðan mánudaginn 27.júlí.