Kristinn Jónasson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir Hauka og mun leika með ÍR á komandi tímabili. Þetta hefur bæði komið fram á visi.is og karfan.is.
Kristinn snéri aftur heim til Hauka fyrir síðasta tímabil eftir að hafa leikið með Fjölni í úrvalsdeildinni. Kemur brottfall Kristins til með að skilja eftir sig enn stærra skarð í fram- og miðherja stöðu Hauka en fyrir hefur George Byrd yfirgefið klúbbinn og Gunnar Birigir Sandholt er frá að minnsta kosti fram að áramótum.
Mynd: Kristinn treður með tilþrifum gegn Ármanni á síðustu leiktíð – Stefán Þór Borgþórsson
Kristinn var með 16,5 stig og tók 97 fráköst á þeim 309 mínútum sem hann spilaði fyrir Haukaliðið í 1. deildinni á síðustu leiktíð.
Við óskum Kristini góðs gengis í komandi baráttu með með ÍR.