Haukamenn á leið á HM í Egyptalandi

HaukarÁ mánudaginn næstkomandi heldur U-21 árs landslið Íslands í handknattleik til Egyptalands þar sem fram fer lokakeppni Heimsmeistaramótsins. Í liðinu eru tveir Haukamenn, markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson og hornamaðurinn sem gekk til liðs við Hauka frá Selfossi fyrr í sumar, Guðmundur Árni Ólafsson en hann er einmitt þessa stundina í Túnis að spila með U-19 ára landsliði Íslands.

Íslenska liðið er í riðli með Argentínu, Qatar, Kuwait, Þýskalandi og heimamönnum frá Egyptalandi. Þjálfari íslenska liðsins er Heimir Ríkharðsson.

Allan hópinn má sjá hér.