Körfuknattleiksdeild Hauka hafa ráðið til félagsins Kjartan Kárason sem yfirþjálfara yngriflokka og þjálfara íþróttaakademíunar við Flensborgarskóla. Einnig mun Kjartan þjálfa nokkra yngriflokka hjá deildinni.
Kjartan mun koma til með að hafa yfirumsjón með öllum flokkum og sjá til þess að iðkendur deildarinnar séu að læra réttu hlutina á réttum tíma.
Mynd: Kjartan Kárason verður yfirþjálfari yngriflokka hjá K.k.d. Haukum í vetur – stefan@haukar.is
Kjartan er 31 árs gamall og útskrifaðist frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1999. Hann lauk B.Sc gráðu í íþróttafræðum frá KHÍ 2002.
Kjartan var leikmaður Hamars þegar þeir sigruðu 1. deild karla 1999 og spilaði með Hamri í Úrvalsdeildinni árið eftir.
Kjartan hefur lengst af kennt íþróttir við hina ýmsu skóla en einnig komið mikið að þjálfun. Hann var aðstoðarþjálfari kvennaliðs Keflavíkur tímabilið
2002-2003 en liðið varð Íslands- og Deildarmeistari það árið.
Síðustu tvö ár hefur hann verið að þjálfa hjá FSu jafnhliða því að sinna starfi framkvæmdarstjóra hjá þeim á síðustu leiktíð.
Það er ljóst að Kjartan er mikið hvalreki fyrir deildina og býður stjórn K.k.d. Hauka hann velkominn til starfa.