Stórleikur á Ásvöllum á þriðjudaginn, Haukar – KA

Haukar taka á móti KA á Ásvöllum þriðjudaginn kl. 19:00 og er það skildusigur fyrir Hauka í toppbaráttunni en það er klárt mál að Haukar ætla sér upp í ár.

Haukamenn léku gegn ÍA á útivelli í síðustu umferð þar sem að þeir fóru með 1-0 sigur af hólmi en markið skoraði Úlfar Hrafn Pálsson. Þar sýndu þeir ágætis takta og var varnarleikurinn einstaklega góður þar sem að fátt komst í gegnum vörnina.

Síðasti leikur Akureyringanna var gegn Aftureldingu þar sem að þeir unnu 2-1 á heimavelli en þeir sitja í 4. sæti deildinnar með 26 stig. Síðast þegar þessi lið mættust endaði það með 1-0 sigri KA-manna og fara því Haukamenn með hefndarhug inn í leikinn.

Eins og flestir vita þá eru Haukamenn í öðru sæti deildarinnar með 31 stig í bullandi toppbaráttu þegar aðeins sex umferðir eru eftir. Ef svo fer að Haukar endi í öðru sæti þá verður það í annað skiptið sem Haukar leika í efstu deild en besti árangur okkar er 10. sæti í efstu deild. Það er þó enn langt í land en það er langt síðan Haukar hafa verið svona nálægt því að komast upp í deild þeirra bestu á Íslandi.

Nokkur meiðsli hafa verið á leikmönnum Hauka í vikunni, Hilmar Geir Eiðsson hefur verið frá síðustu vikurnar vegna meiðsla í hné sem og Goran Lukic sem hefur einnig verið meiddur. Þá er einnig spurningarmerki hvort að Hilmar Rafn Emilsson geti leikið með á þriðjudaginn.

Veðrið á Íslandi undanfarna daga hefur leikið með flest alla á höfuðborgasvæðinu. Það er þó spáð rigningu á þriðjudaginn en enn sami góði hitinn sem hefur verið. Við kross leggjum bara fingur og vonum að rigningin haldi sér fjarri Ásvöllunum góðu meðan á leik stendur en það er nú þó enginn heimsendir þó rigni aðeins á leikmenn og áhorfendur.

Á þriðjudaginn er heil umferð í 1.deildinni og geta línur farið að skýrast eftir næstu tvær umferðir og því er um að gera að mæta á leikinn á Ásvöllum á þriðjudaginn og vera vitni á stórskemmtilegum leik. Láttu sjá þig á Ásvöllum á þriðjudaginn og styddu þá rauðu því þeir þurfa á stuðning þinn að halda núna meira en oft áður.

Mynd: Munu Haukar fagna á þriðjudaginn ?

– Skrifað af: Arnari Daða og Þórði Jóni