Ásgeir Þór Ingólfsson leikmaður meistaraflokks karla verður í eldlínunni annað kvöld þegar Haukar mæta KA í 1.deildinni á Ásvöllum en leikurinn hefst klukkan 19:00.
Ásgeir gaf sér tíma í stutt viðtal og hægt er að lesa hér að neðan:
1. Næsti leikur gegn KA, hvernig leggst sá leikur í þig og er ekki kominn tími til að fara sigra KA ?
KA leikurinn leggst mjög vel í mig og okkur alla í liðinu , þessi leikur skiptir okkur rosalega miklu máli um að halda áfram að stíga í rétta átt að okkar markmiði og plús það að með sigri þá skiljum við KA eftir í pakkanum fyrir neðan okkur , síðustu 3 leikir á móti KA hafa allir tapast og hafa þeir tapast nokkuð ósanngjarnlega og ég veit að við viljum allir hefna fyrir ósigurinn fyrr í sumar.
2. Þið sigruðuð ÍA, 1-0 í síðustu umferð, hvernig fannst þér sá leikur að ykkar hálfu ?
Síðasti leikur á móti ÍA var með þeim skemmtilegri leikjum sem ég hef spilað. Við skorum mark mjög fljótlega og höldum því út leikinn , mér fannst við vera mjög þéttir fyrir og eiginlega skagamenn ekki eiga séns þótt þeir hafi fengið 2-3 hálffæri og skotið einni fyrirgjöf í slánna sem Amir var með allan tíman. Þannig að þetta var verðskuldaður sigur.
3. Hvernig er stemmingin í hópnum þessa dagana, eru ekki allir himinlifandi og sáttir með stöðuna í deildinni ?
Stemningin er frábær hjá okkur akkurat þessa stundina allir mjög glaðir og tekið vel á því á æfingum. Við erum líka búnir að vera gera mikið af félagslegum hlutum í sumar sem þjappar hópnum enn meira saman sem ég tel eiga stóran þátt í móralnum , allir eru tilbúnir að hjálpast að svo ég tel það mjög gott. En menn eru líka ekki að missa sig í gleðinni varðandi stöðuna í deildinni markmiðinu er ekki náð og það vita allir að þessir leikir sem eftir eru eru bara mjög mikilvægir leikir svo við verðum bara að halda áfram á þessari braut.
4. Það hafa þó nokkrir leikmenn verið meiddir hjá ykkur í vetur, hvernig er staðan á leikmönnunum þessa stundina ?
Það hafa verið meiðsli að hrjá okkur mikið í sumar og akkúrat núna á þessari stund eru allir komnir til baka , við erum búnir að endurheimta Hilmar Geir og Goran sem voru frá í síðasta leik vegna meiðsla , Hilmar Geir hefur þá verið að klára æfingararnar án þess að finna mikið til en í fyrstu þegar hans meiðsli komu upp þá leist mönnum ekkert á það og héldu margir að hann væri frá út tímabilið en strákurinn hefur verið duglegur að taka lýsi og ekkert fundið fyrir meiðslunum eftir að hann tók þá ákvörðun, svo erum við nátturlega með Hilmar Emils. sem hefur náð að spila flesta leiki í sumar og lítið verið meiddur en það er aðalega Úlfar Hrafn sem við þurfum að passa uppá maðurinn var meiddur aðra hvora viku í sumar en hann hefur ekkert verið að væla þessa stundina sem er mjög gott fyrir liðið.
5. Yrði það vonbrigði fyrir Hauka að fara ekki upp um deild eins og staðan er núna ?
Ég myndi telja það gífurleg vonbrigði að fara ekki upp í sumar eftir alla þessa vinnu sem allir eru að leggja á sig eigum við skilið að fara upp enda með best spilandi liðið í deildinni.
6. Eftir góða byrjun á tímabilinu í fyrra þá fjaraði allt út hjá ykkur, hvað hefur breyst frá því í fyrra ?
Munurinn á okkur í ár og í fyrra er sá að það er meira jafnvægi í hópnum , erum með meiri reynslu og leikgleðin enn betri í ár , menn voru ekki að njóta að spila fótbolta seinni part tímabils í fyrra en við erum heldur betur að njóta þess í dag og það eru hrein forréttindi að vera partur af þessum hópi í dag og ekkert skemmtilegra en að hitta þessa stráka og taka vel á því á æfingum.
Að lokum vildi Ásgeir koma því á framfæri að hann vonast til þess að allir Haukamenn mæti á þriðjudaginn á leikinn og eftir góðan stuðning á Skaganum þá trúir hann ekki öðru en að allir mæti og taki þátt í þessari baráttu með liðinu.
Mynd: Ásgeir Ingólfsson og blaðberinn Úlfar Hrafn Pálsson í leik með Haukum í sumar.