Úrslitaleikur 1. deildar kvenna verður næstkomandi sunnudag hér á Ásvöllum og hefst hann kl. 14.00.
Þetta verður án efa skemmtilegur Hafnarfjarðarslagur en andstæðingar okkar verða grannar okkar úr FH en bæði þessi lið hafa tryggt sér sæti í Pepsi-deild kvenna að ári.
Leikurinn hefst kl. 14.00 og eru allir Haukamenn hvattir til að koma og styðja stelpurnar í þessu lokaverkefni sumarsins.