Hilmar Trausti Arnarsson, miðjumaður Hauka, var valinn leikmaður 20. umferðar af fréttamiðlinum fótbolta.net en Hilmar fór á kostum í liði Hauka gegn HK í síðasta leik.
Hilmar Trausti er þriðji leikmaður Hauka til að vera valinn leikmaður umferðarinnar í 1. deild í sumar en hinir eru Ásgeir Ingólfsson í 17. umferð og Amir Mehica í 8. umferð.
Mynd: Hilmar Trausti að undirbúa sig fyrir aukaspyrnu – stefan@haukar.is
Hér má lesa viðtalið við Hilmar Trausta á Fótbolta.net