Til hamingju Haukamenn.
Meistaraflokkur karla í knattspyrnu er þegar búið að tryggja sér þátttökurétt í Úrvalsdeildinni á næsta ári en það er þó ein umferð eftir af 1. deildinni. Sú umferð verður leikin á laugardaginn klukkan 14:00 og mæta strákarnir Þórsurum fyrir norðan á Þórsvellinum fagra.
Það er þæginlegt að liðið sé búið að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni enda á liðið eftir að fara á einn erfiðasta völl landsins. Þórsarar hófu að spila á vellinum í byrjun ágúst og hafa ekki stigið feilspor enda taplausir á nýja heimavellinum. Þó að Haukarnir séu öruggir upp ætla þeir alveg örugglega að sýna hvað í þeim býr og sýna að þeir eiga sæti í Pepsi-deildinni skilið og munu ekkert gefa eftir í leiknum.
Það væri heldur ekkert leiðinlegt að hefna ófaranna frá því fyrr í sumar og sigra Þórsarana en Þórsarar sigruðu Hauka í fyrri umferðinni nokkuð þæginlega 1-2.
En sama hver úrslitin verða í leiknum, þá munu Haukar fagna eftir leikinn vel og innilega enda langt og strangt tímabil á enda. Hvetjum allt Haukafólk sem býr eða er á leiðinni norður að kíkja á leikinn og hvetja stákana í síðasta sinn í sumar.