Amir Mehica markvörður Hauka er í 9.sæti yfir lista markvarða í þremur efstu deildum Íslands í sumar með frammstöðu varðar. Amir lék í öllum 22 leikjum Hauka í sumar og liðið fékk á sig 28 mörk.
Amir fór reyndar útaf í einum leiknum meiddur gegn KA og fékk liðið þá mark á sig en í þessari töflu sem Guðni Erlendsson knattspyrnuspekingur gerði eru öll mörk talin í þeim leikjum sem markvörðurinn tók þátt í, þó að hann hafi verið farinn af velli.
Niðurstaðan úr þessari könnun eins og þetta mætti kallast var birt á knattspyrnuvefnum, Fótbolti.net á miðvikudaginn síðastliðinn. Þar sést að Amir er með þriðju bestu niðurstöðurnar af markmönnum úr fyrstu deildinni en Jóhann Ólafur Sigurðsson markvörður Selfossar kemur best útúr þessari könnun af markmönnum í 1.deildinni og næst kemur Sandor Matus markvörður KA.
Fjalar Þorgeirsson markvörður Fylkis stóð sig best í sumar en hann lék samt sem áður einungis 13 leiki vegna meiðsla og fékk á sig 12 mörk, eða 0,92 mark að meðaltali í leik. Amir fékk 1,27 mark á sig að meðaltali.
Hægt er að sjá fréttina hér.
*Taflan sýnir einungis þá markmenn sem spiluðu 11 leiki eða fleiri.