Sex leikmenn framlengja við Hauka

Í hádeginu í dag var fréttamannafundur á Ásvöllum eins og áður hefur verið greint hér á síðunni. Þar var tilkynnt um nýjan leikmann, Andri Marteinsson þjálfari framlengdi samning sinn við Hauka og tilkynnt að Haukar munu spila einhverja heimaleiki sína á Vodafonevellinum næsta sumar.

Auk þess skrifuðu sex leikmenn undir nýjan samning við Hauka.

Allir sex leikmennirnir skrifuðu undir tveggja ára samning við liðið en þeir spiluðu stórt hlutverk í Haukaliðinu í sumar og eru allir nema einn uppaldir hjá Haukum.

 Þessir umræddu leikmenn voru Álftnesingarnir tveir, Guðjón Pétur Lýðsson sem var valinn besti leikmaður Hauka á tímabilinu og Pétur Ásbjörn Sæmundsson sem gekk til liðs við Hauka rétt fyrir mót frá FH. Blaðberarnir í liðinu, Úlfar Hrafn Pálsson og Ásgeir Þór Ingólfsson sem eru báðir uppaldir hjá liðinu sem og nafnarnir, Hilmar Rafn Emilsson og Hilmar Trausti Arnarsson sem var valinn knattspyrnumaður Hauka árið 2009.

Undanfarna daga og næstu daga munu fleiri leikmenn endurnýja samninga sína við Haukaliðið.

 


Á myndinni: (f.v. efri röð) Páll Guðmundsson (formaður rekstrafélags Hauka), Ingvar Magnússon (formaður meistaraflokksráðs Hauka), Guðjón Pétur Lýðsson, Ásgeir Þór Ingólfsson. (f.v. neðri röð) Pétur Ásbjörn Sæmundsson, Úlfar Hrafn Pálsson, Hilmar Rafn Emilsson, Hilmar Trausti Arnarsson