Karlaliðið heldur til Póllands

Í dag mun meistaraflokkur karla í Haukum halda til Póllands en þar mæta þeir Wisla Plock í Evrópukeppni félagsliða um helgina. Leikurinn fer fram á laugardaginn og hefst hann klukkan 18:00 að staðartíma.

15 leikmenn fara með liðinu en Gunnar Berg Viktorsson verður eftir heima vegna meiðsla.

Í liði Wisla Plock leikur einn Dani sem spilaði undir stjórn Arons Kristjánssonar í Skjern, Lars Moller Madsen. Liðið hefur breytt um nafn ansi oft, afhverju? veit ég ekki. Það heitir nú Wisla Plock S.A en hét t.d. árið 2005/6 Wisla Plock SSA. Tímabilið 2001/2 hét liðið Orlen SSA Plock tveim árum áður hét liðið Petro Plock S SA og árið áður hét liðið Petrochemia Plock…nokkuð skemmtilegt það.

Seinni leikur liðanna fer fram á Ásvöllum þarnæsta laugardag, 17.október.