Á morgun, klukkan 16:00 mætast Haukar og HK í N1-deild kvenna á Ásvöllum. Er þetta fyrsti heimaleikur Hauka í N1-deildinni í vetur.
Bæði lið fóru með sigur af hólmi í síðustu umferð, Haukar lögðu Fylki naumlega en HK sigruðu nýliðana í Víking nokkuð þæginlega.
Miklar breytingar hafa orðið á liði HK frá því í fyrra, Arna Sif Pálsdóttir fór til Danmerkur og gekk til liðs við Horsens og Jóna Sigríður Halldórsdóttir gekk til liðs við Íslands-og bikarmeistara Stjörnunnar svo fór markvörðurinn Jolanta Slapikiene til FH.
Þær hafa þó fengið nokkra leikmenn frá minni liðum á borð við FH, Gróttu og ÍBV. Það má þó ekki vanmeta þetta HK-lið og það getur allt gerst á Ásvöllum á morgun.
Fjölmennum á völlinn á morgun en það er langt í næsta leik á eftir þessum þar sem Haukar sitja hjá í næstu umferð sem og að landsleikjaverkefni eru í næstu viku og en Haukar eiga einn leikmann í Íslenska landsliðinu, hana Hönnu Guðrúni Stefánsdóttir.