Stórsigur hjá stelpunum

HaukarStelpurnar í meistaraflokki kvenna í handbolta unnu sinn annan sigur í jafn mörgm leikjum í N1-deildinni í handbolta í dag. Var þetta fyrsti heimaleikur stelpnanna í vetur og ekki er annað hægt að segja en að byrjunin hafi verið hin besta.

Þær tóku á móti HK úr Kópavogi í leik þar sem Haukar voru sterkari aðilinn. Reyndar var jafnt á liðunum fyrstu 20 mínúturnar en eftir það sigldu Haukar fram úr gestunum og unnu að lokum góðan sigur 35-21.

Töluverður haustbragur var á leik beggja liða en þrátt fyrir það sýndu liðin góða takta inn á milli. Bæði lið voru þó nokkuð óheppinn í skotum sínum og Haukastelpurnar létu HK-markverðina verja alltof mikið frá sér.

Hanna G. Stefánsdóttir var valin besti leikmaður dagsins af meistaraflokksráði en hún var atkvæðamikil í Haukaliðinu og þá sérstaklega í hraðaupphlaupunum en Haukar unnu að lokum stóran sigur 35-21.

Eftir tvo leiki eru Haukar með fjögur stig en næst mæta þær Val 28. október.

Staðan í deilldinni

Umfjöllun: Eva Dís Þórðardóttir