Meistarakeppnin í körfu í dag

HaukarMeistarakeppnin í körfubolta er í dag en Íslandsmeistarar Hauka mæta bikarmeisturum KR kl. 16.30 í DHL-höllinni. Hefð er fyrir í körfuboltanum að allur ágóði leiksins renni til góðgerðarfélags og í ár er það Neistinn félag hjartveikra barna sem hlýtur allan ágóðann.

Ásamt öllum tekjum leiksins af miða- og auglýsingasölu munu Iceland Express og Subway gefa 2.500 kr. fyrir hverja þriggja-stiga körfu sem liðin skora. Þannig að það er ljóst að stelpurnar geta lagt sitt af mörkum til að styrkja gott málefni með því að vera sjóðheitar.

Leikurinn hefst kl. 16.30 og hvetjum við alla til að koma og hvetja stelpurnar og styrkja gott málefni.

Áfram Haukar