Búið að draga í Eimskipsbikarnum

Dregið hefur verið í Eimskipsbikar karla en í pottinum voru 28 lið og var ljóst að fjögur lið myndu sitja hjá í fyrstu umferð. Eitt af þeim liðum var Haukar en auk þeirra sitja bikarmeistarar Valur hjá, Framarar undir stjórn Viggó Sigurðssonar og ÍBV með Arnar Pétursson í broddi fylkingar.

 

Haukar áttu tvö lið í pottinum en gömlu kempurnar í Haukar 2 drógust gegn Stjörnunni 2. Engin N1-deildar lið drógust saman aftur á móti drógust Víkingar sem spiluðu í N1-deild karla síðasta ár gegn Víking 3. Leikirnir fara fram 18. og 19. október. Drátturinn í heild sinni er hér að neðan:

Stjarnan 2 – Haukar 2
Árborg – HK
KS – ÍR
ÍR 2 – HKR
Grótta 2 – Stjarnan
Hörður – Þróttur
Afturelding 2 – Selfoss
Stjarnan 3 – Grótta
Víkingur 3 – Víkingur
Fjölnir – Akureyri
FH 2 – Afturelding
Víkingur 2 – FH