Leikmannakynning: Emil Barja

Næstur í röðinni er Emil Barja

.

Nafn: Emil Barja
 
Staða: Bakvörður
 
Hæð: 193
 
Aldur: 18
 
Er gott að vera á Ásvöllum?
Mjög fínt, næstbesta íþróttahús á landinu á eftir Strandgötu
 
Segðu frá einhverju sem enginn veit um þig?
Ég hef aldrei spilað körfubolta með tyggjó
 
Saknar þú Fjalars?
Já mjög mikið
 
Hvað er skemmtilegast að gera á æfingum?
Spila
 
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum?
Teygja
 
 Hvernig verður tímabilið 2009-10?
Taplaust