Í dag var það staðfest á Fótbolti.net að Kristján Ómar Björnsson væri kominn til Hauka á ný eftir tveggja ára dvöl hjá Þrótti í Landsbankadeildinni og Pepsideildinni.
Kristján Ómar skrifaði undir þriggja ára samning við Hauka.
Kristján Ómar sem er 28 ára lék með Haukum frá árinu 2002 til 2007 og lék oftar en ekki á miðjunni hjá Haukum. Eftir að hann gekk til liðs við Þróttar eftir að Haukar tryggðu sig upp í 1.deild fyrir tveimur árum hefur hann leikið sem bakvörður, miðvörður sem og á miðjunni hjá Þrótti.
Hann kemur því með auka breiddina í leikmannahóp Hauka því hann getur spilað hvar sem er aftarlega á vellinum. Kristján er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við Hauka á stuttum tíma því áður hafði Guðmundur Viðar Mete kominn til Hauka frá Val.
Við bjóðum Kristján Ómar velkomin aftur í Hauka.