Mótanefnd KSÍ hefur gefið út riðlaskiptingu og fyrirkomulag Deildarbikarkeppni KSÍ árið 2010 en þar eiga Haukar þrjú lið. Leikið er í þremur deildum, jafnt í körlum og konum.
Ekki er enn komið á hreint hvenær mótið hefst, en það mun líklegast vera seinni partinn í febrúar.
Karlalið Hauka sem eins og flestir vita mun spila í Pepsi-deildinni næsta sumar er í A-deild, riðli 1. Ásamt Haukum eru Úrvalsdeildarfélögin, Fylkir, Grindavík og Stjarnan ásamt fyrstu deildarfélögunum, Þór Akureyri, Njarðvík, Fjarðabyggð og ÍA.
Kvennalið Hauka sem vann sér þáttökurétt í Pepsi-deildinni líkt og karlaliðið mun spila í B-beild kvenna ásamt FH, Aftureldingu, Gríndavík, ÍBV, ÍR og Keflavík.
Þriðja Haukaliðið, Markaregn sem var stofnað nú fyrir skömmu og mun spila í 3.deildinni í sumar er í aldeilis spennandi riðli en þeir eru í C-deild riðli 3 með liðunum, Afríku, KB, Hvíta Riddaranum og Þrótti úr Vogum.
Hægt er að sjá alla riðlana bæði í karla og kvennaflokki hér.
Haukasíðan mun að sjálfsögðu fylgjast með gangi mála hjá Haukaliðunum í Deildarbikarnum þegar hann hefst.