Sex frá Haukum í úrtaki hjá KSÍ

HaukarUm næstu helgi fara fram úrtaksæfingar hjá yngri landsliðum karla. En Haukar eiga þar sex leikmenn. Einn í U18 og fimm í U-17 ára landsliðunum

Í U-18 ára landsliðinu er Alexander Freyr Sindrason en hann er á yngsta ári í 2.flokki karla.

Í U-17 ára landsliðinu eru síðan þeir, Magnús Þór Gunnarsson, Gunnar Örvar Stefánsson, Arnar Aðalgeirsson, Aron Jóhannsson og Þórður Jón Jóhannesson.

U-17 ára liðið mun æfa í Kórnum um helgina en U-18 í Kórnum sem og í Egilshöllinni. 

Það er skemmtilegt að segja frá því að í U-17 ára liðinu eiga Haukar flesta fulltrúa, fimm talsins. En Breiðablik sem er talið vera með eitt bestu unglingastarfsemi landsins er með fjóra fulltrúa. Fimleikafélagið í Hafnarfirðinum er síðan með einn fulltrúa.

Við óskum strákunum til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis á æfingunum og í framtíðinni.