Stórlið Hauka-b vann loksins leik í B-deildinni í körfubolta þegar þeir fengu sterkt lið Breiðabliks-b í heimsókn í gærkvöldi.
Leikurinn var hin mesta skemmtun frá upphafi til enda og þeir fjölmörgu áhorfendur sem lögðu leið sína á Ásvelli til að sjá leikinn fóru ekki heim sárir.
Í jöfnum leik unnu Haukar 87-82 og er þetta er það mesta sem liðið hefur skorað í vetur.
Eftir leik kvöldsins eru Haukar reyndar enn í neðsta sæti síns riðils með fjögur stig en liðið er komið á sigurbraut og aldrei að vita hvað gerist næst.
Næsti leikur strákanna er sunnudaginn 21. febrúar kl. 17.00 á Ásvöllum gegn Stjörnunni-b.
Stig:
Darell 28
Haraldur 13
Róbert 10
Gísli Pétur 10
Jón Hákon 9
Leifur 8
Benedikt 7
Björn 2
Kristinn, Kristinn og Fannar spiluðu en komust ekki á blað.