Bikarúrslitaleikir Hauka í gegnum árin

Haukar hafa átt ágætis velgengni að fagna í bikarkeppni KKÍ. Liðið situr í fjórða sæti yfir flesta titla með fjóra en efst á listanum er Keflavík sem á tímabili var í áskrift af þessu titli. Keflavík hefur unnið 11 titla og tvisvar sinnum hefur liðið náð að sigra hann þrisvar eða oftar í röð. Á árunum ´88-´90 og svo ´93-´98.

Eins og fyrr segir eru titlar Hauka fjórir og geta þær því unnið þann fimmta. Sá fyrsti kom árið 1984, annar 1992, þriðji 2005 og sá fjórði 2007. Leikurinn í dag er áttundi bikarleikurinn sem liðið tekur þátt í en fyrir utan þessa fjóra sem þeir hafa unnið hafa þrír ekki unnist.

 

 

Leikir Hauka í bikarúrslitum:
1984: Haukar 69-57 ÍS            Þjálfari: Kolbrún Jónsdóttir
1988: Keflavík 76-60 Haukar     Þjálfari: Ívar Ásgrímsson
1990: Keflavík 62-29 Haukar     Þjálfari: Ívar Ásgrímsson
1992: Haukar 70-54 Keflavík     Þjálfari: Ingvar Jónsson
2005: Grindavík 69-72 Haukar   Þjálfari: Ágúst S. Björgvinsson
2007: Keflavík 77-78 Haukar     Þjálfari: Ágúst S. Björgvinsson
2008: Grindavík 77-67 Haukar   Þjálfari: Yngvi Páll Gunnlaugsson
2010: Haukar ??-?? Keflavík      Þjálfari: Henning Henningsson

Í fimm af þessum átta leikjum hafa Haukar mætt Keflavík. Fyrstu tvo leikina sigruðu Keflvíkingar en eftir 1990 hafa Haukar farið með sigur af hólmi í bikarviðureignum liðanna. Staðan er því 2-2 í sigrum og fæst úr því skorið í dag hvort liðið hafi yfirhöndina í viðureignum.