Strákarnir komnir til Logrono á Spáni

EHFMeistaraflokkur karla er kominn til Logrono á Spáni þar sem þeir mæta Naturhouse La Rioja á laugardag og sunnudag í 16 liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Strákarnir voru að klára fyrsta videofundinn og eru að fara á æfingu í glæsilegri höll Rioja-liðsins. Búist er við um 3000 áhorfendur á leiknum á morgun sem er heimaleikur Spánverjanna. Einar Örn verður í leikbanni í þeim leik eftir eftirminnilegt rautt spjald á lokasekúndum Pler-leiksins. Gunnar Berg og Birkir Ívar eru sömuleiðis að jafna sig af meiðslum sem komu í veg fyrir þátttöku þeirra í HK-leiknum á miðvikudaginn. Rioja-liðið er sterkt, með hægri skyttuna Guardiola fremstan í flokki. Frekari fréttir og myndir úr ferðinni verða settar inn á síðuna í kvöld. Fyrri leikurinn er kl. 19 á laugardag að íslenskum tíma og Haukasíðan mun setja inn stöðuna í leiknum á meðan á honum stendur. Fylgist því með.