Haukar urðu í dag Subwaybikarmeistarar er þær lögðu Keflavík í all svakalegum leik. Lokatölur urðu 83-77 en mestum mun náðu Haukar í fjórða leikhluta þegar þær komust 11 stigum yfir. María Lind Sigurðardóttir var valin maður leiksins og átti hún það svo sannarlega skilið en hún skilað af sér 20 stigum og tók 9 fráköst og steig vart feilspor í leiknum.
Leikurinn var jafn á öllum tölum allt fram í fjórða leikhluta. Liðin skiptust á að leiða í fyrri hálfleik en Haukar voru ávallt skrefinu á undan í seinni hálfleik. Baráttugleði leikmanna skein úr hverju andliti og var ekkert gefið eftir í leiknum.
Haukar tóku alls 51 frákast sem er ótrúlegt magn og það merkilega við þessi 51 er að 27 af þeim voru sóknarfráköst.
Heather Ezell var stigahæst Hauka með 25 stig en þessi magnaði leikmaður var en eina ferðina með þrennu en auk stigana 25 tók hún 15 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. María Lind Sigurðardóttir var næst Heather í stigaskori og gerði 20 stig og tók 9 fráköst.
Stjórn kkd. Hauka óskar stelpunum innilega til hamingju með titilinn.
Sjá einnig:
Umfjöllun um leikinn á karfan.is
Tölfræðin úr leiknum
Myndasafn úr leiknum á Karfan.is nr. 1
Myndasafn úr leiknum á Karfan.is nr. 2
Viðtal við Maríu Lind á Karfan.is
Viðtal við Henning á Karfan.is
Viðtal við Heather á Karfan.is
Umfjöllun og myndir á Sport.is
Viðtal við Henning á Sport.is
Viðtal við Telmu á Sport.is
Viðtal við Heather á Vísir.is
Viðtal við Telmu á Vísir.is
Myndasafn úr leiknum á Vísir.is
Heather í spjalli við Mbl.is