Yfirlýsing frá mfl. kv.

Henning Henningsson, þjálfari mfl. kvenna, sendi heimasíðunni eftirfarandi orð.

,,Ég vill fyrir hönd mfl. kvenna í körfubolta þakka áhorfendum og stuðningsmönnum Hauka fyrir stórkostlegan stuðning í Höllinni sl. laugardag.

Það er algjörlega ljóst að án þessa frábæra hóps hefði þessi árangur ekki náðst, straumarnir sem komu úr stúkunni voru þvílíkir að hver og einn leikmaður komst í vígahug og orkan og straumarnir frá þessum frábæra Haukaher hefði án efa dugað í annan úrslitaleik strax í kjölfarið ef með þyrfti.

Ég er auðvitað sjálfur gríðarlega stoltur af stelpunum fyrir órjúfanlega samstöðu í vörninni, endalausa baráttu í fráköstum í sókninni og samheldni á varamannabekknum því að í svona leik hafa allir sem að liðinu koma stórt hlutverk hvort sem þeir eru inni á vellinum eða utan hans. Ég er líka sannfærður um það að við vorum 6 á móti 5 inni á vellinum því að stuðningsmenn okkar hreinlega öskruðu liðið áfram með slíkri orku að ekki var veikan blett að finna á Haukaliðinu. Stelpurnar eru í skýjunum yfir stuðningnum og hrærðar yfir því að hafa svona öflugan her á bakvið sig í stúkunni.”

Bestu þakkir og áfram Haukar

Henning Henningsson