Haukar og Grindavík mættust í A-deild Lengjubikarsins í kvöld en leikið var í Reykjaneshöllinni og hófst leikurinn klukkan 21:00. Það var ágætlega vel mætt af Haukafólki og vonandi að það verði framhald á því í keppninni.
Til að gera langa sögu stutta þá sigruðu Haukar leikinn með einu marki. Lokatölur 2-1. Guðjón Pétur Lýðsson skoraði fyrsta mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks og Arnar Gunnlaugsson bætti við öðru marki strax í byrjun seinni hálfleiks.
Grindavíkingar minnkuðu svo muninn þegar um korter var eftir af leiknum en það gerði Ondo með marki úr vítaspyrnu.
Næsti leikur Hauka er á laugardaginn næstkomandi gegn ÍA á Akranesi.
Hægt er að lesa stutta en þó lengri umfjöllunn á Fótbolti.net um leikinn hér.