Upphitun fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardag – Viðtal við Rúnar Sigtryggsson

Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, og þrefaldur bikarmeistari með HaukumÞað styttist í handboltaleik ársins sem fer fram á laugardaginn þegar Íslandsmeistarar Hauka mæta bikarmeisturum Vals í úrslitaviðureign í Eimskipsbikarkeppni karla. Leikurinn hefst kl. 16:00 í Laugardagshöll. Haukafólk ætlar að mála Höllina hvíta þar sem Haukarmunu leika í hvítum búningum gegn rauðklæddum Valsmönnum. Forsala miða er hafin á Ásvöllum og á www.midi.is en Haukasíðan mun hita upp fyrir leikinn næstu daga. Haukasíðan tók Rúnar Sigtryggsson, þjálfara Akureyrar og þrefaldan bikarmeistara með Haukum, tali.

Á laugardaginn mætast Haukar og Valur í úrslitum Eimskipsbikar karla. Haukar eru Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára og Valsmenn bikarmeistarar síðustu tveggja ára. Hvort liðið telur þú sterkara um þessar mundir?
Ég tel Hauka sterkari.  Stöðuleikinn hefur verið mun meiri hjá Haukum í vetur, einnig hafa Haukar verið að spila mun betur en Valsmenn það sem af er árinu 2010.

Hvort liðið er sterkara sóknarlið, en varnarlið?
Á góðum degi eru liðin álíka sterk varnarlega, en ég tel Hauka betra hraðaupphlaupslið.  Sóknarlega eru Haukar betri, sóknarleikurinn skipulagður og betur spilandi en sóknarleikur Vals.

Hvaða leikmenn telurðu að geti komið til með að ríða baggamuninn í úrslitaleiknum?
Birkir Ívar Guðmundsson, góður markmaður sem er fljótur að koma boltanum í leik.

Hvernig heldurðu að leikurinn fari í tölum?
32-26 fyrir Hauka.

Nú varðst þú þrefaldur bikarmeistari með Haukum. Hvaða viðureign er eftirminnilegust?
Sú fyrsta 1997, mættum þá sem litla liðið í úrslitaleikinn og Haukar ekki unnið bikar í mörg ár.  Seinni leikirnir voru á upphafsárum titlasöfnunar Hauka, sem ekki sér fyrir endan á.

Hvaða ráð myndirðu gefa ungum strákum beggja liða sem eru að undirbúa sig fyrir leikinn?
Þessi leikur verður bara spilaður einu sinni, því eins gott að standa sig.  Það er ekkert sárara í sportinu en að tapa úrslitaleik.