Sigur í Lengjubikarnum

Meistaraflokkur kvenna hóf tímabilið í gær þegar þær tóku á móti UMFG í Lengjubikar kvenna. Bæði lið mættu með töluvert breytt lið frá því í fyrra og var því fróðlegt að sjá hvernig liðin myndu mæta til leiks.

Leikurinn var hnífjafn í fyrri hálfleik en seinni hálfleik vöknuðu Haukastrúlkur af værum blundi og komust yfir og sigruðu svo leikinn 64-49.

Atkvæðamestar í kvöld voru: Alysha Harvin með 23 stig Gunnhildur 13 stig og Ragna Margrét með 11 stig.

Næsti leikur stúlknana er næstkomandi þriðjudag en þá mæta þær KR í DHL höllinni en sá leikur er í undanúrslitum Lengjubikarsins.