Strákarnir okkar áttu frábæran leik gegn FH í gær. Baraáttu andinn í hópnum skóp þennan sigur. Þegar rúm mínúta var eftir af leik og Haukar með 9 marka forskot þá tók Halldór Ingólfsson gríðarlega mikilvægt leikhlé. Ástæðan var einföld ef Haukar hefðu unnið með 10 marka mun væri þeir einu marki yfir í innbyrðisviðureignum félaganna og því komnir í 4 liða úrslit deildarbikarsins, að því gegnu að bæði liðin enduðu með sama stigafjölda en það eru tvær umferðir eftir. Því miður gekk þetta ekki eftir og liðin jöfn í innbyrðis viðureignum því mun heildar markahlutfall félaganna ráða úrslitum, að gefnum forsendum.
FH-ingar eiga hrós skilið fyrir frábæra umgjörð um leikinn sem var íþróttinni til sóma
Nú höldum við áfram að hvetja strákana okkar til sigurs, áfram Haukar.
Valdimar Óskarsson
Formaður hkd Hauka