10.flokkur kvk í körfubolta með góðan sigur 67 – 16 á Fjölni í 16 lliða úrslitum í bikarnum.
Heimasíðan fékk sendan pistil frá Hönnu Hálfdánardóttur þjálfara.
Haukaskvísurnar mínar voru tilbúnar í leikinn en vissu voða lítið um andstæðinginn þar sem þær eru ekki að spila í 10.flokki á Íslandsmótinu heldur einungis í bikarkeppninni enda nóg að gera í öðrum flokkum. Haukum vantar fleiri iðkenndur með aldur í þennan flokk.
Ég náði að smala saman 10 áhugasömum stúlkum til að spila leikinn. Stelpurnar sem hafa aldur í 10.flokkinn eru Lovísa Björt, Aldís Braga og Kristjana Ósk. Síðan fékk ég að láni úr 9.flokki Sólrúnu Ingu, Hrund Hönnu, Þórhildi Kristín, Sigrúnu Elvu og Margréti Völu og einnig úr 8.flokki Sylvíu Rún og Þóru Kristínu.
Það fengu allar að spila jafnmikið og stóðu sig með stakri prýði. Lokatölur leiksins voru 67 -16 okkur í vil. Má þar með nefna að Sylvía og Þóra eru að spila sinn fyrsta leik með flokki fyrir ofan sig og stóðu sig mjög vel. Allar stelpurnar komust á blað í stigaskori.
Stigaskor leiksins: Lovísa 21 stig, Kristjana 11 stig, Sólrún 9 stig, Sylvía 6 stig, Sigrún 6 stig, Hrund 4 stig, Þóra 4 stig, Aldís 2 stig, Þórhildur 2 stig og Margrét 2 stig.
Þetta var frábært hjá stelpunum og nú erum við komnar í 8 liða úrslit í bikarkeppni í 10 flokki kvenna!!