Haukar unnu Stjörnuna í kvöld í Iceland Express-deild karla í körfubolta 100-85. Sigur Hauka var afar mikilvægur en þeir eru nú komnir með 8 stig í deildinni.
Það var sannarlega frábær spilamennska í þriðja leikhluta sem skóp sigur Haukamanna en þann leikhluta 28-11 og eftir það var aldrei spurning hvor megin sigurinn myndi enda.
Haukaliðið sýndi flotta takta í kvöld og er leikur liðsins að slípast til. Pétur Ingvarsson, þjálfari liðsins, er að standa sig mjög vel og er búinn að auka breiddinni með því að nota þá Emil Barja og Hauk Óskarsson meira í síðustu leikjum. Meira jafnvægi er komið á leikmenn liðsins en eins og allir vita er mikill munur á 1. deildinni og úrvalsdeildinni. Liðið þurfti nokkra leiki til að aðlagast því að spila með stóru strákunum.
Sævar Haraldsson hefur ekki verið með í síðustu þremur leikjum en þrátt fyrir það gengur liðinu vel. Þannig að það á bara eftir að batna þegar hann kemur á ný inní liðið.
Gerald Robinson var frábær í liði Hauka með 29 stig og 7 fráköst. Setti hann mörg mikilvæg skot niður ásamt því að vera duglegur í fráköstunum. Haukur Óskarsson setti 22 stig en 18 þeirra komu úr þristum og Sveinn Ómar Sveinsson skoraði 19 stig.
Semaj Inge sem átti erfitt kvöld var samt sem áður áberandi í tölfræðinni með 16 stig, 10 stoðsendingar og 7 fráköst og því nálægt þrennunni eftirsóttu.
Umfjöllun um leikinn á Karfan.is
Myndasafn úr leiknum á Karfan.is