Haukar eiga 8 leikmenn í landsliðshópum í yngri landsliðum í körfu

Dagbjört, Lovísa, Sólrún, Margrét Rósa, Hrund, Hjálmar, Kristján og KáriHaukar eiga 8 leikmenn í yngri landsliðs hópum í körfunni.

Karfan í Haukum fékk frábærar fréttir s.l. þriðjudag þegar val á yngri landsliðum Íslands var tilkynnt en Haukar eiga þar 8 glæsilega fulltrúa sem æfa munu af krafti um jólin.

Um er að ræða æfingahópa sem 12 leikmenn verða valdir úr í endanleg yngrilandslið KKÍ. Samtals munu sex landsliðshópar mæta og æfa fyrir komandi verkefni næsta sumars.

U15 er undanfari landsliðsstarfs KKÍ þar sem U16 og U18 ára liðin taka þátt í Norðurlandamótinu ár hvert. Síðastliðin tvö ár hafa U15 ára lið frá Íslandi farið á mót í Kaupmannahöfn, nú síðast bæði lið drengja og stúlkna.

Norðurlandamótið fer fram í Solna í Svíðþjóð 1. til 5. júní 2011.

Haukar eiga 8 leikmenn í þessum liðum og erum við að sjálfsögðu stolt af þessum krökkum sem og þeim sem hafa verið í stærri úrtökum til þessa.
Við eigum þrjá bráðefnilega leikmenn í U15 drengja.  Þeir eru Hjálmar Stefánsson, Kári Jónsson og Kristján Sverrisson. Þá eiga Haukar tvær efnilegar stúlkur í U15 hópnum, þær Hrund Hönnu Hansdóttur og Sólrúnu Ingu Gísladóttur. Í U16 ára liðinu eiga Haukar einn leikmann, hina bráðefnilegu Lovísu Björt Henningsdóttur sem þegar er byrjuð að æfa og spila í meistaraflokksliði Hauka. Í U18 liðinu eigum við tvo fulltrúa þær Dagbjörtu Samúelsdótuir og Margréti Rósu Hálfdanardóttur sem einnig æfa nú og spila með meistaraflokki. Lovísa, Dagbjört og Margrét Rósa hafa verið fastamenn í yngri landsliðum Íslands síðustu ár.

Sannarlega glæsilegir fulltrúar sem við Haukamenn eigum og óskar heimasíðan þeim að sjálfsögðu öllum góðs gengis á æfingunum í jólafríinu.