Haukar unnu Hamar í gærkvöldi í Iceland Express-deildinni í körfubolta 82-74. Gerald Robinson var stigahæstur hjá Haukum með 29 stig og 19 fráköst. Frítt var á leikinn í boði Subway sem reyndist hinn mesta skemmtun.
Fyrir leikinn voru bæði lið jöfn með 10 stig en Haukar unnu fyrri viðureign liðanna 82-89 og því ljóst að ef þessi tvö lið verða jöfn í deildinni verða Haukar ávallt ofar.
Haukarnir byrjuðu leikinn mun betur og náðu góðri forystu fljótt. Þeir leiddu eftir fyrsta leikhluta 23-9 og í hálfleik 36-24.
Hamarsmenn komu með ágætis áhlaup í fjórða og minnkuðu muninn í 3 stig 64-61 en Haukamenn sýndu flottar karakter og kláruðu leikinn.
Stigahæsturhjá Haukum var títtnefndur Gerald Robinson með 29 stig og 19 fráköst. En hann átti góðan leik og spilar betur og betur fyrir liðið. Semaj Inge hafði sig hægt í stigaskorun með 15 stig en risinn Ragnar Nathanaelsson stóð vaktina í miðjunni á vörninni hjá Hamri og breytti mörgum sóknaraðgerðum hjá Haukum. Sveinn Ómar Sveinsson var með 11 stig og Emil Barja var einnig með 11 stig en hann tók einnig 9 fráköst, gaf 4 stoðsendingar, stal 3 boltum og varði 3 bolta.
Umfjöllun úr leiknum á Karfan.is
Myndasafn úr leiknum á Karfan.is