Á morgun fer fram árlegur Stjörnuleikur KKÍ í kvennaflokki en leikið verður í Ásgarði í Garðabæ.
Fjórar Haukastelpur taka þátt í leiknum en ásamt Stjörnuleiknum sjálfum verða þriggja-stiga keppni og para-skotkeppni og þar eiga Haukar líka sína fulltrúa.
Leikurinn verður í beinni netútsendingu en heimasíðan hvetur alla til þess að skella sér í Ásgarð og sjá skærustu stjörnurnar í kvennaboltanum.
Eins og búið var að greina frá verður Íris Sverrisdóttir í byrjunarliði Reykjaness liðsins en í því koma leikmenn úr Haukum, Keflavík, Njarðvík og Grindavík.
Ásamt Írisi eru þær Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir og Katie Snodgrass í liðinu.
Í þriggja-stiga keppninni eru 16 keppendur og fulltrúar Hauka eru þær Íris Sverrisdóttir og Katie Snodgrass.
Allt um þriggja-stiga keppnina á kki.is
Para-skotkeppnin er nýr skotleikur og þar keppa fjögur pör en skotið er til skiptis frá hinum ýmsu stöðum. Úr Haukum eru hjónakornin Marel Guðlaugsson og Hafdís Hafberg.
Allt um para-skotkeppnina á kki.is
Sjá liðin hér.
Allir í Ásgarð.