Sigurganga Hauka á enda í Síkinu

Semaj Inge á flugi fyrr í veturHaukar töpuðu fyrir Tindastóli í kvöld í Iceland Express–deildinni 95–88. Eftir tap kvöldsins duttu Haukar niður í 6. sætið í deildinni en þeir eru með jafn mörg stig og Tindastóll eða 12 en Haukar eru með betri stöðu í innbyrðisviðureignum liðanna.

Haukarnir sem hafa verið á fínu skriði að undanförnu. En liðið var búið að vinna síðustu fimm leiki íí öllum keppnum, fundu ekki taktinn í kvöld gegn sterku liði Tindastóls sem var í beinni útsendingu á Tindastóll TV. Heimamenn byrjuðu betur og komust í 8-0 og gáfu til kynna að verkefni kvöldsins yrði erfitt.

Haukar náðu að komast á blað með körfu frá Sveini Ómari Sveinssyni en Stólarnir leiddu allan tímann. Haukar jöfnuðu 22-22 en næstu sjö stig komu frá Sauðkrækingum og eftir það létu þeir ekki forystuna frá sér.

Munurinn var orðinn 19 stig seint í leiknum en Haukar náðu með ótrúlegri seiglu að minnka muninn í 3 stig. En nær komust þeir ekki og Stólarnir héldu leikinn út og unnu sanngjarnan sigur.

Haukastrákar áttu erfitt uppdráttar í kvöld og var enginn leikmaður Hauka í stuði. En barátta liðsins á lokamínútunum var til fyrirmyndar. Í stað þess að gefast upp þá veitti liðið sér möguleika til að stela sigrinum í lokin.

Liðið tapaði mörgum boltum og á hættulegum stöðum sem gáfu heimamönnum auðveldar körfur.

Stigahæstur hjá Haukum var Gerald Robinson með 22 stig og Haukur Óskarsson setti 17 stig.

Tölfræði leiksins

Umfjöllun um leikinn á Karfan.is

Myndasafn úr leiknum á Karfan.is