Árið hefur ekki farið vel af stað hjá stelpunum okkar. Þrír leikir hafa farið fram, ekkert stig komið í hús.
Laugardaginn 18. janúar tóku þær á móti Fram. Lokatölur leiksins 23-33 en jákvæði punkturinn er sá að þær unnu síðari hálfleikinn með þremur mörkum.
Þremur dögum síðar, þriðjudaginn 18. janúar, var hafnarfjarðarslagur þar sem Haukastúlkur fengu FH í heimsókn. Ágætlega var mætt á leikinn og heyrðist í stuðningsmönnum en það dugði ekki til því lokatölur voru 18-25.
Síðasta laugardag sóttu þær svo Valsstúlkur heim, en Valur deilir efsta sæti deildarinnar með Stjörnunni. Valur hafði undirtökin allan leikinn og sigruðu með 26 marka mun, 43-17.
Leikurinn á móti Fram byrjaði illa. Fram tók forystu fljótt og okkar stelpur reyndust alltof mistækar. Staðan var 21-8 í hálfleik Framstúlkum í vil.
Okkar stelpur snúa til baka eftir leikhlé með mun meiri baráttu. Bryndís ver ágætlega í markinu og vörnin stendur betur. Þær ná að saxa á forskotið en það var ekki nóg og leiknum lýkur með tíu marka sigri Fram 23-33.
Þetta er samt sem áður skref fram á við því að í fyrri viðureign liðanna sigraði Fram örugglega með 38 mörkum gegn 11.
Markaskorar voru: Sandra Sif 6, Viktoría 5, Katerína, Þórdís og Karen allar með 2 og Erla, Agnes, Sjöfn, Ásthildur, Ragnheiður og Gunnhildur settu allar 1.
Bryndís varði 15 bolta.
Fyrir leikinn á móti FH voru liðin jöfn stiga og því var þetta ekki einungis hafnarfjarðarslagur heldur einnig barátta um sæti. Ágætlega var mætt á leikinn og væri gaman að sjá ef fleiri færu að mæta.
Í fyrri hálfleik voru liðin nokkuð jöfn en FH þó skrefi framar. Haukastúlkur gerðust of mistækar í sókninni og vantaði neistann í vörninni. Staðan 8-10 í leikhlé.
Þegar liðin komu úr klefunum héldu Fh-ingarnir áfram að leiða og hleyptu okkar stelpum ekki inní leikinn. 18-25 staðreynd.
Markahæst var Erla með 8 mörk, síðan kom Viktoría með 4, Hekla og Gunnhildur með 2 og Sandra með 1.
Bryndís varði 17 skot, þar af eitt víti.
Stelpurnar fóru í heimsókn í Vodafone-höllina á laugardaginn var. Þar tóku Valskonur á móti þeim, en þeir sitja í efsta sæti deildarinnar. Í hálfleik hafði Valur fimmtán marka forskot 22-7 en leiknum lauk með afgerandi sigri Vals 43-17.
Árið hefur ekki farið vel af stað hjá stelpunum okkar. Þrír leikir hafa farið fram, ekkert stig komið í hús.
Laugardaginn 18. janúar tóku þær á móti Fram. Lokatölur leiksins 23-33 en jákvæði punkturinn er sá að þær unnu síðari hálfleikinn með þremur mörkum.
Þremur dögum síðar, þriðjudaginn 18. janúar, var hafnarfjarðarslagur þar sem Haukastúlkur fengu FH í heimsókn. Ágætlega var mætt á leikinn og heyrðist í stuðningsmönnum en það dugði ekki til því lokatölur voru 18-25.
Síðasta laugardag sóttu þær svo Valsstúlkur heim, en Valur deilir efsta sæti deildarinnar með Stjörnunni. Valur hafði undirtökin allan leikinn og sigruðu með 26 marka mun, 43-17.
Markaskorarar voru: Erla Eiríksdóttir 4, Katerina Baumruk 4, Viktoria Valdimarsdóttir 3, Gunnhildur Pétursdóttir 3, Karen Helga Sigurjónsdóttir 1, Ásthildur Embla Friðgeirsdóttir 1, Sanda Sif Sigurjónsdóttir 1.
Næsti leikur er á sunnudaginn en þar tökum við á móti Gróttu.