Póstmót Breiðabliks fór fram í Kópavogi um helgina þar sem iðkendur á aldrinum 6-11 ára létu ljós sitt skína. Leikið var bæði í Smáranum og Kórnum en um áttahundruð börn voru skráð til leiks. Leiknir voru um 200 leikir á sex völlum þar sem stig og sigrar skiptu öngvu máli heldur fölskvalaus leikgleði og ánægja af því að spila körfubolta.
Póstmótið er eitt af þremur stærstu mótum í körfuknattleik á landsvísu og hefur fest sig rækilega í sessi sem slíkt.
Tomasz Kolodziejski fór hamförum með myndavélina um helgina og tók fleirihundruð myndir á mótinu. Þeir sem vilja eignast mynd af sínum á Póstmótinu geta haft samband við Tomasz á tomasz@karfan.is og orðið sér úti um myndina í fullri upplausn fyrir litlar 500 kr. Verð á fleiri myndum er eftir samkomulagi við ljósmyndara.
Hægt er að nálgast myndasafn af liði Hauka á karfan.is