Haukar ráða yfirþjálfara í handknattleiksdeild

Gísli Guðmundsson, yfirþjálfari hkd HaukaÍ dag gengu Haukar frá samningi við Gísla Rúnar Guðmundsson um að hann taki að sér starf yfirþjálfara handknattleiksdeildar Hauka. Samhliða þessu heldur Gísli  áfram að sjá um akademíu Flensborgarskóla og sinna starfi markvarðaþjálfara.
Ráðningin er liður í því að styðja við þjálfara deildarinnar og bæta það faglega starf sem unnið er hjá Haukum. Þessi ráðning var orðin tímabær því Haukar eru með eina stærstu handknattleiksdeild landsins og því fylgir mikið utanumhald.
 

Gísli er 33 ára og þekkir vel til í félaginu þar sem hann varð Íslandsmeistari með Haukum keppnistímabilin 2007-2008 og 2008-2009.  Gísli útskrifaðist með BSc. gráðu í íþróttafræðum árið 2004 og hefur verið viðloðandi þjálfun frá 16 ára aldri.  Gísli hefur undanfarin fjögur sumur verið skólastjóri íþróttaskóla Hauka og er í þjálfarateymi  meistaraflokks karla á yfirstandandi keppnistímabili.Gísli er giftur, á tvö börn og starfar sem kennari samhliða þjálfuninni.