Það var mikið fjör á Ásvöllum dagana 18. – 20. apríl en þá voru haldnar handbolta – og körfuboltabúðir fyrir unga iðkendur. Hátt á annað hundrað krakkar tók þátt og var almenn ánægja með þetta framtak. Til að mynda barst okkur þessi tölvupóstur: „Mig langar að þakka kærlega fyrir frábærar handboltabúðir hjá ykkur í Haukunum. Börnin mín mættu bæði 6 og 11 ára og voru svo ánægð allan tímann. Gísli og leikmennirnir eiga hrós skilið fyrir flott námskeið með glæsilegri umgjörð. Það var svo gaman að sjá hvað þau voru góð og natin við krakkana og skipulagið var til fyrirmyndar“ (Helga Huld).
Haukar vilja þakka öllum sem að þessu fína framtaki stóðu og ekki síst krökkunum fyrir góða mætingu og mikinn áhuga. Það þarf sannarlega ekki að kvíða framtíðinni í handbolta og körfubolta hjá félaginu miðað við þessa flottu krakka sem vonandi munu halda áfram að æfa og einn góðan veðurdag vera í meistaraflokki hjá Haukum.
Haukar óska öllum gleðilegra páska.
Smelltu á „lesa meira“ til að sjá fleiri myndir (Haukamyndir: Freyr Brynjarsson).
Hér að neðan gefur að líta nokkrar myndir úr handboltabúðunum en myndir úr körfuboltabúðunum eru því miður ekki fyrir hendi þetta skiptið.