Eins og Haukafólk hefur vafalítið tekið eftir þá hefur N1 opnað sjálfafgreiðslustöð á Ásvöllum. Með því að sækja um N1 kortið og tengja það við ákveðinn hóp geta Haukar nú notið betri kjara hjá N1 og í leiðinni styrkt Hauka.
Það eina sem fólk þarf að gera er að fara inn á n1.is og fara á flipa sem heitir N1 kortið umsókn. Þar undir þarf að fylla út umsókn en þar sem stendur hópur setjum við 398. Þeir sem eru í Haukum í horni setja þarna 150. Korthafar fá strax 3 kr. afslátt af eldsneytisverði á dælu og að auki 2 kr. í formi punkta hjá N1. Að auki fá Haukar 2 kr. sem renna til félagsins. Korthafar fá líka betri kjör af ýmsum öðrum vörum. Til dæmis fær hópur 398 12% afslátt af bílatengdum vörum og að auki 3% í formi punkta. Hópur 150 fær í flestum tilfellum töluvert hærri afslátt af bílatengdum vörum og 3% að auki í formi punkta. Eldsneytiskjörin hér að ofan gilda á öllum bensínstöðvum hjá N1 en ef fólk tekur eldsneyti á Haukastöðinni á Ásvöllum fá Haukar að auki sérstaka umbun.
Nú er um að gera fyrir Haukafólk að fá sér N1 kortið, tengja það við réttan hóp og njóta góðra kjara og styrkja um leið félagið sitt.
Áfram Haukar og gleðilega páska.