Sævar og Ragna Margrét mikilvægust á lokahófi körfunnar

Lokahóf körfuknattleiksdeildar var haldið á dögunum þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir tímabilið sem var að klárast og það gert upp í máli og myndum. Fjölmenni var á hófinu sem var eitt það stærsta sem körfuknattleiksdeildin hefur haldið.

Sævar Ingi Haraldsson og Ragna Margrét Brynjarsdóttir voru valin mikilvægustu leikmennirnir og eru vel að viðurkenningunni komin og þau Haukur Óskarsson og Margrét Rósa Hálfdanardóttir voru útnefnd efnilegust.

Fjölmargir leikmenn meistaraflokkanna spiluðu sinn fyrsta leik eða náðu ákveðnum leikjafjölda og hlutu þeir viðurkenningu því til staðfestingar.

Eftirtaldir leikmenn hlutu verðlaun eða viðurkenningar fyrir tímabillið 2010-2011:

Mikilvægustu leikmenn: Sævar Ingi Haraldsson og Ragna Margrét Brynjarsdóttir.

Efnilegustu leikmenn: Haukur Óskarsson og Margrét Rósa Hálfdanardóttir.

Mestar framfarir: Örn Sigurðarson og Dagbjört Samúelsdóttir

Bestu varnarmenn: Emil Barja og Guðrún Ósk Ámundadóttir

Leikmenn valdir af stuðningsmönnum: Emil Barja og Íris Sverrisdóttir

Fjalarsmenn ársins: Davíð Páll Hermannsson og María Lind Sigurðardóttir. Sveinn Ómar Sveinsson hlaut auka Fjalar.

200 leikir eða fleiri: Sævar Ingi Haraldsson

150 leikir eða fleiri: Guðrún Ósk Ámundadóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Sara Pálmadóttir

100 leikir eða fleiri: Bryndís Hanna Hreinsdóttir, María Lind Sigurðardóttir og Óskar Ingi Magnússon

Þeir leikmenn sem spiluðu sinn fyrsta leik fyrir félagið á þessari leiktíð voru: Alexander Jarl Þorsteinsson, Andri Freysson, Guðmundur Darri Sigurðsson, Guðmundur Kári Sævarsson, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Helga Jónasdóttir, Íris Sverrisdóttir, Matthías Rúnarsson, Uni Þeyr Jónsson, Unnur Lára Ásgeirsdóttir og Þórunn Bjarnadóttir.


Ragna Margrét og Sævar Ingi


Íris og Emil


Örn og Dagbjört


Davíð Páll og María Lind


Þeir leikmenn sem spiluðu sinn fyrsta leik og náðu ákveðnum leikja fjölda


Skemmtiatriði frá meistaraflokkunum