Ísak Örn Þórðarson til Hauka á láni

Haukar

Ísak Örn Þórðarson, ungur leikmaður uppalinn af Suðurnesjunum hefur verið lánaðar til Hauka frá Pepsi-deildarfélagi Keflavíkur. Ísak Örn, er á 23ja aldurs ári og hefur alla tíð leiki með Njarðvík eða frá sumrinu 2007.

Í vetur ákvað hann síðan að skipta yfir til Keflavíkur og hefur æft með þeim í allan vetur. Hann hefur hinsvegar æft með Haukaliðinu núna í nokkra daga og að lokum fengu Haukar hann að láni frá Keflavík.

Hann skoraði tvö mörk í 16 leikjum fyrir Njarðvík í 1.deildinni síðasta sumar en als hefur hann skorað 8 mörk í 56 meistaraflokksleikjum með Njarðvík.

Fyrsti leikur Hauka á tímabilinu er á mánudaginn, þegar Haukar heimsækja Gróttu heim á Seltjarnarnesið í Valitor-bikarnum en sá leikur hefst klukkan 19:00.

Fyrsti deildarleikurinn er síðan eftir viku en þá heimsækja Haukar, nýliðana í 1.deildinni, Víking Ólafsvík.