Gullið í hús – framtíðin er björt

Lið Hauka Íslandsmeistarar í 2. flokki karla 2011 (mynd: Jón Páll)Fyrr í dag var leikinn úrslitaleikurinn hjá 2. flokki á Íslandsmótinu í handbolta. Fór leikurinn fram í Víkinni og eiga áhorfendur hrós skilið fyrir góða mætingu og fína stemmningu. Haukastrákarnir mættu liði Akureyrar og sýndu allar sínar bestu hliðar. Í fyrrhálfleik var staðan 18 – 12 fyrir Hauka og var þetta forskot mikið til að þakka manni leiksins, Stefáni Huldar Stefánssyni markverði. Haukar slökuðu aðeins á í lokin en innbyrtu öruggan sigur, 33 – 31.
Haukaliðið virkað ákveðið og vörnin var sterk með Heimi Óla í miklum ham. Í sókninni dreifðist markaskorunin ágætlega en Stefán Rafn, Tjörvi og Guðmunur Árni voru þar fremstir meðal jafningja einnig sýndi Einar Pétur mikla baráttu og var fljótur í hraðaupphlaupunum. Heimir Óli og Binni voru líka öruggir í sínum færum.
Mörk Hauka í leiknum:
Stefán Rafn Sigurmannsson 10 (8 + 2v), Tjörvi Þorgeirsson 7, Guðmundur Árni Ólafsson 7, Einar Pétur Pétursson 3, Heimir Óli Heimisson 4, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2.
Stefán Huldar Stefánsson varði 16 skot og Einar Ólafur Vilmundarson varði 5.

Við óskum strákunum innilega til hamingju með flottan leik og góðan árangur.

Áfram Haukar!